top of page

Æfingar

Krakkar (10-12 ára)

Hnefaleikafélag Hafnarfjarðar bíður upp á kraftmikla tíma fyrir krakka á aldrinum 10-12 ára. Miðað er að því að auka hreyfigetu og leikgleði iðkenda samhliða því að læra undirstöðuatriði hnefaleikaíþróttarinnar.

IMG_2607.JPG.jpg
Unglingar (13-16 ára)

Unglingaflokkur HFH er ætlaður einstaklingum í 8.-10. bekkjum grunnskóla og þar læra iðkendur undirstöðuatriði hnefaleikaíþróttarinnar. Hnefaleikar eru íþrótt sem er iðkuð af stelpum jafnt sem strákum og krefst fyrst og fremst tækni og elju, eiginleika sem allir geta tileinkað sér.

Fullorðnir (byrjendur og lengra komnir)

Þessi hópur er jafnt ætlaður fullorðnum byrjendum sem og reyndari iðkendum sem annað hvort hafa ekki í hyggju að æfa með keppnisliði eða vilja undirbúa sig betur fyrst. Þjálfunin sameinar því fólk með ýmiss markmið en skilar tilskildum árangri fyrir alla. Jöfn áhersla er á tæknilega og líkamlega þjálfun og þrekþjálfun tekur mið af getu viðkomandi og skipulögð þannig að fólk geti fundið þann farveg sem þarf til þess að ná árangri.

IMG_2530.JPG.jpg
Keppnis- og framhaldshópur

Keppnis- og framhaldshópur HFH æfir að lágmarki fimm sinnum í viku með það að markmiði að undirbúa sig fyrir keppnir. Allir sem áhuga hafa eiga möguleika á því að æfa með þessum hóp í samráði við þjálfara.

bottom of page