Diplomahnefaleikar
Diplomahnefaleikar eða byrjendahnefaleikar eru mildari útgáfa af hnefaleikaíþróttinni með sérstökum reglum. Diplomaviðureign er ekki dæmd eftir því hversu oft maður hittir andstæðinginn - það er stranglega bannað að slá fast - heldur er í staðinn dæmt eftir tækni og framferði hnefaleikarans í hringnum.
Í diplomaviðureign má ekki undir neinum kringumstæðum felast harka og keppendur eru ávítaðir ef þeir setja of mikinn kraft í höggin. Dæmt er á 5 stiga skala, þar sem 3 stig samsvara hæfilegri kunnáttu og hinn fullkomni boxari fengi 5 stig. Það sem iðkendur læra er:
Hver viðureign er 3 lotur og dæmdar af 3 stigadómurum og 1 hringdómara. Ef að keppanda tekst að safna 27 stigum (3 lotur x 3 dómarar x 3 stig) eða meira mun sá hinn sami hljóta viðurkenningu fyrir kunnáttu sína og útskrifast sem fullgildur hnefaleikari. Fallegir hnefaleikar eru mjúkir og snarpir en ekki þungir og luralegir.
• að boxa mjúkt og tæknilega
• að sýna kunnáttu sína
• að aðlagast að andstæðingnum