

Þjálfarar

Arnór Már Grímsson
Arnór Már byrjaði að æfa hnefaleika þegar hann var 12 ára gamall.
Hann er í dag einn allra reyndasti keppnismaðurinn á Íslandi.
Arnór Már er með tvo Íslandsmeistaratitla á bakinu auk þess að hafa keppt fyrir Íslands hönd á alþjóðlegum vettvangi.
Arnór Már hefur starfað sem þjálfari í nokkur ár með góðum árangri.


Daði
Daði er reynslumesti hnefaleikaþjálfari landsins.
Hann hefur komið víða við á sínum starfsferli, og hefur unnið ötullega að uppbyggingu íþróttarinnar á landsvísu.
Daði var yfirþjálfari HFH frá 2012-2014 en snýr nú aftur í heimahagana eftir langa viðveru á Akureyri og í Keflavík.
Hann er með áralanga reynslu og víðtæka þekkingu að vopni.
Hann hefur þjálfararéttindi frá Alþjóðlega Hnefaleikasambandinu (IBA) og ÍSÍ (Þjálfari 3) og er auk þess ÍAK einkaþjálfari
